Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum 2. desember 2004 00:01 Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira