Starfa fyrir breskt fyrirtæki 30. nóvember 2004 00:01 Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira