Erfitt að hafna fólki í neyð 13. október 2005 15:02 Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent