Nýtt varðskip ekki á fjárlögum 20. nóvember 2004 00:01 Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira