Nýtt varðskip ekki á fjárlögum 20. nóvember 2004 00:01 Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira