33% kjarabætur hjá kennurum 19. nóvember 2004 00:01 Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Nýgerðir kennarasamningar fela í sér 33 prósenta kjarabætur að meðaltali á hvern kennara við lok samningstímans. Þar af eru tuttugu prósent á næstu tíu mánuðum. Tölur hafa verið nokkuð á reiki um hvað felst í kennarasamningunum. Fréttastofan fékk í dag útreikninga launanefndar sveitarfélaga og bar þá undir Eirík Jónsson, formann Kennnarasambandsins, sem lýsti sig sammála þeim útreikningum. Hér koma tölurnar. Upphafshækkun frá 1. október er 5,5%. Um leið verða felld niður tvö lægstu launaþrep yngstu kennara sem jafngildir allt að 6,6 prósenta launahækkun en þessi breyting er metin á hálft prósent yfir línuna. Uppsöfnuð hækkun á þessu ári er þannig 6,03 prósent. Þann 1. janúar næstkomandi koma áfangahækkun upp á 3%, viðbótarframlag í lífeyrissjóð sem metið er á 1,23%, og launakerfisbreyting sem gagnast eldri kennurum og metin er á 0,75%. 1. ágúst á næsta ári tekur gildi launakerfisbreyting vegna ábyrgðarstarfa og er hún metin upp á 1,5%, kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,23% og þá kemur einnig sérstök hækkun umfram miðlunartillögu upp á 1,5%. Uppsöfnuð hækkun þarna er orðin 18,45% en þá eru ekki taldar með tvær eingreiðslur upp á 205 þúsund krónur. 1. janúar 2006 kemur áfangahækkun upp á 2,50%, 1. janúar 2007 áfangahækkun upp á 2,25%, 1. ágúst 2007 kemur kennsluskyldulækkun sem metin er á 3,35% og þann 1. janúar 2008 kemur síðasta áfangahækkunin, 2,25%. Þarna er uppsöfnuð hækkun orðin 31,19%. Þá eru enn ótaldar tvær eingreiðslur. Sú fyrri upp á 130.000 krónur á að greiðast "sem fyrst", eins og það er orðað, og sú seinni, 75 þúsund krónur, á að greiðast 1. júlí. Þessar eingreiðslur metur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, á 1,8%. Hann telur réttast að setja dæmið upp svona: Beinar launahækkanir séu um 20%, kennsluskyldulækkun 8%, launakerfisbreytingar, viðbótargreiðslur í lífeyrissjóð og fleira séu 3,2% og loks eingreiðslur upp á 1,8%. Samtals gera þetta 33%. Það eru yngstu kennararnir sem fá mest, þ.e. þeir sem eru nýútskrifaðir úr skóla. Meta má þeirrra kjarabót upp á 35-37% á öllu samningstímabilinu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira