Samningar ógna stöðugleikanum 17. nóvember 2004 00:01 Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008 Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira