Grátlega erfiður hnútur 9. nóvember 2004 00:01 "Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
"Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira