Er pláss á himnum? 13. október 2005 14:56 Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun