Framtíð Þórólfs ræðst í kvöld 3. nóvember 2004 00:01 Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira