Kennarar fái greitt fyrirfram 1. nóvember 2004 00:01 Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira