Skipta fyrirmyndir skálda máli? 27. október 2004 00:01 Fyrir tæpri viku flutti dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fyrirlestur í Háskóla Íslands um skáldsögu Halldórs Laxness Atómstöðina sem kom út 1948. Greindi Hannes frá nýjum rannsóknum sínum á bókinni, tilurð hennar og fyrirmynd höfundar og ræddi einnig hvaða raunverulega fólk í samtímanum fyrir rúmlega hálfri öld höfundurinn hefði haft í huga þegar hann skapaði persónurnar. Rannsókn Hannesar er hluti af hinu mikla ritverki hans um ævi Halldórs Laxness en fáar bækur hafa orðið umdeildari hér á landi á síðari árum og þarf ekki að rekja þá sögu hér. Fyrirlesturinn hefur einnig orðið umdeildur svo og grein sem Hannes birti í Morgunblaðinu nokkrum dögum áður þar sem hann rakti áður ónotaðar heimildir um skoðanamun í sænska akademíunni þegar Halldóri voru veitt nóbelsverðlaunin 1955. Einna harðasta skotið á Hannes kom frá Gauta Kristmannssyni aðjunkt í þýðingafræði sem sagði í Morgunblaðinu á mánudaginn: "Alvarlegast í máli þessu öllu saman er að Hannes Hólmsteinn Gissurarson stendur í pólitískum ofsóknum gegn merkasta rithöfundi Íslendinga á síðustu öld. ... Það er það sorglega í þessu máli öllu, að höfundi, sem dæmt hefur sig vanhæfan með aðferðum sínum, skuli leyfast, óhindruðum af eðlilegum takmörkunum siðlegrar umræðu í fjölmiðlum, að halda uppi linnulausum árásum á merkasta rithöfund þjóðarinnar fyrir pólitískar skoðanir hans, löngu eftir að þær eru hættar að skipta nokkru máli í umræðu samtímans og löngu eftir að hann er fær um að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er mál að linni". Á fréttavef Vísis föstudaginn 22. október var sagt frá fyrirlestri Hannesar með þessum orðum: "Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í [væntanlegu] öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka [Anna Proletárka] og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna.Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Laxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson". Daginn eftir, 23. október, birtist eftirfarandi á Vísi: " "Landaljómi er persóna í bókinni Atómstöðin eftir Halldór Kiljan Laxness en Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sagði í fréttum í gær að sú persóna væri að líkindum byggð á Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. Thor gefur lítið fyrir skrif Hannesar. Landaljómi var gerspilltur og drykkfelldur yfirstéttardrengur og frekar að það sé leiðum að líkjast í þessu efni. Thor vildi ekki veita viðtal vegna málsins en sagði þó þetta orðrétt: „Ég veit engan mann á Íslandi sem væri fjær því að geta ímyndað sér hvernig skáld og aðrir listamenn hugsi.“ "Egill Helgason lagði orð í belg í Silfrinu sínu á Vísi í gær, 27. október: "Mér fannst skemmtilegt margt af því sem Hannes sagði um Atómstöðina á Hugvísindaþinginu - hann kallaði hana "andreykjavíkursögu". Og það er engin goðgá þó hann segi að hún sé byggð á tékkneskri bók. Kann vel að vera. Þannig vann Halldór, stældi og stal, klippti og skar. Snæfríður Íslandssól er ættuð úr Gone With The Wind".Skoðanir á Vísi leituðu álits tveggja þjóðkunnra rithöfunda, Guðmundar Andra Thorssonar og Hallgríms Helgasonar, á fyrirlestri Hannesar og á því hvort fyrirmyndir rithöfunda að persónum í skáldverkum þeirra skiptu yfirhöfuð máli.Guðmundur Andri svaraði: "Rannsóknir á hugsanlegum fyrirmyndum höfunda geta brugðið ljósi á vinnubrögð höfunda, hvernig þeir fara að því að setja saman persónur - og slíkar pælingar geta blátt áfram orðið mjög skemmtilegar og heillandi. Þannig að við því er óþarft að amast þótt fræðimenn leggist í slíkar rannsóknir á meðan þeir tapa sér ekki gersamlega í þeim og hætti að sjá skáldverkið. Í höndum manna af sauðarhúsi Hannesar Hólmsteins gegnir hins vegar svolítið öðru máli um slíkar rannsóknir. Í hans huga eru þær - eins og annað - fyrst og fremst vopn í einhverju eilífu stríði sem hann á í við mann og annan. Þetta er einmitt prýðilegt dæmi um það hvað það er sem gerir Hannes ófæran um að skrifa fyrir aðra en innvígða í Hannesarregluna: hann er alltaf að jafna einhverja reikninga. Um það sérstaklega hvort heimili afa míns og ömmu hafi verið Halldóri Laxness fyrirmynd við gerð Atómstöðvarinnar er það að segja að ekkert bendir til þess, þetta er fleipur. Ég skil það vel að Hannesi og öðrum þyki það til marks um landeyðuhátt föður míns sem ungs manns að hafa ekki gengið í Sjálfstæðisflokkinn, en það nægir ekki eitt og sér til að gera hann að fyrirmynd þess ræfils sem hrynur um síður Atómstöðvarinnar veifandi byssum að bróður sínum. Þetta er bara þessi venjulegi hanneski óhróður sem við þurfum að búa við hér eins og hverja aðra norðanátt enda ekki vísað í aðrar heimildir en að þetta hafi verið "altalað í Reykjavík" - með öðrum orðum: ólyginn".Hallgrímur Helgason brást við fyrirspurninni með þessum orðum: "Atómstöðin er vond bók (sennilega versta bók HKL, jafnvel verri en Kristnihaldið) og það væri langbest fyrir alla ef niðurstaðan yrði sú, sem Hannes Hólmsteinn ýjar að, að bókin sé stolin. HKL er allt of mikið niðri fyrir þegar hann skrifar þesa bók og sagan líður fyrir það: Hún birtir svart-hvíta heimsmynd: Góða fólkið versus það vonda. Slíkt er auðvitað höfuðsynd í skáldskap. Meira að segja nöfnin, Ugla og Búi Árland, eru hræðileg, og persóna Organistans einkar hvimleið í sínum taóisma. Líklega er best að líkja þessu við það ef undirritaður drifi í því núna að skrifa skáldsögu um fjölmiðlamálið mikla þar sem Davíð væri málaður upp í skrípóstíl sem vondi karlinn og mótvægi hans væri hin yndislega norðanstúlka Ilmur Ösp sem kemur suður til að nema í Fóstruskólanum og taka þátt í Idol. Inn í söguna myndi ég svo blanda beinamáli okkar daga: Baráttunni um Nóbelsskáldið. Sem betur fer ætla ég ekki að skrifa þessa bók. En HKL gerði það og halelújakórinn tók henni fagnandi og gagnrýnilaust eins og öllu sem flaut úr þeim annars yndislega penna. Ég trúi því ekki að frumleg og skemmtileg nálgun Hannesar Hólmsteins geti komið mönnum úr jafnvægi á því herrans ári 2004. Hún er eiginlega bara betri en bókin sjálf. Varðandi spurninguna um fyrirmyndir skáldsagnapersóna er það sannarlega aukabúgrein bókmenntafræðinnar; skemmtilegt sport sem getur þó aldrei skipt sköpum við sjálfan lesturinn. Annað hvort virka persónurnar á pappírnum eða ekki. Það skiptir engu hvaðan gott kemur. Að lokum þetta: Við ættum ekki að velta okkur mikið upp úr túlkunum og lestri á Atómstöðinni. Sú bók er best gleymd". Þá leituðu Skoðanir á Vísi til Hannesar Hólmsteins og spurðu um rök hans fyrir því að það fólkið sem hann nefnir til sögu sé raunverulega fyrirmyndirnar sem Halldór Laxness hafði í huga. Eru þetta tómar getgátur, skot út í loftið eða byggist þetta á traustum heimildum? Hannes svaraði með þessum orðum: "Heimildir mínar eru margvíslegar, aðallega endurminningar gamalla Reykvíkinga. Sumt er óumdeilt, t. d. Erlendur í Unuhúsi og Þórður Sigtryggsson um organistann. Heimildin um Arnheiði er ævisaga hennar, Mær á menntabraut, og vísbendingar í sögunni (strákar æpa, Blessuð sértu sveitin mín, en hún var dóttir Sigurðar á Arnarvatni). Heimildin um forsætisráðherrann er m. a. minnisbók HKL, þar sem segir, að forsætisráðherrann sé Júel J. Júel. Ólafur [Thors] var síðan forsætisráðherra, þegar Keflavíkursamningurinn var gerður, svo að ekki þarf að fara í grafgötur um það. Raunar segir líka á einum stað í bókinni, að til að verða ráðherra á Íslandi þurfi menn að hafa rofið eið, og með því vísar HKL til eiðrofsmálsins 1942. Heimildin um Thor Vilhjálmsson og Búa Árland sem samsettan úr þeim Guðmundi Vilhjálmssyni og Pálma Hannessyni er aldraður Reykvíkingur, sem hefur veitt mér ómetanlega aðstoð og jafnan haft rétt fyrir sér". Hannes Hólmsteinn bætti síðan við: "En eins og allir vita, þá er þetta í raun aukaaatriði. Aðalatriði er, að HKL tekur drætti úr fari persóna og nýtir sér, en blæs nýju lífi í þær og hagnýtir þær til eigin verka. Menn mega ekki leggja of mikla merkingu í þessar persónur. Þetta er aðallega til gamans gert. En raunar er það svo, og ég lýsi því í umfjöllun minni um Sjálfstætt fólk og aðrar sögur hans, að hann nýtir sér hluti úr viðkvæmu einkalífi fólks hiklaust, t. d. nýleg dómsmál. Ekki þarf síðan að minna á Heimsljós. Ég segi þetta honum ekki til áfellis, heldur bendi eingöngu á staðreyndir. Hið siðferðilega sjónarmið er síðan athyglisvert, sem Kristján Albertsson var með, hvort skáld mætti í skjóli skáldsögu níða menn niður". Hannes Hólmsteinn hafði fleira til þessara mála að leggja en hér setjum við punktinn að sinni; hins vegar hvetjum við lesendur til að leggja orð í belg. Hægt er að skrifa athugasemdir beint inn á vefinn hér fyrir neðan og birtist framlagið þá samstundis.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpri viku flutti dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fyrirlestur í Háskóla Íslands um skáldsögu Halldórs Laxness Atómstöðina sem kom út 1948. Greindi Hannes frá nýjum rannsóknum sínum á bókinni, tilurð hennar og fyrirmynd höfundar og ræddi einnig hvaða raunverulega fólk í samtímanum fyrir rúmlega hálfri öld höfundurinn hefði haft í huga þegar hann skapaði persónurnar. Rannsókn Hannesar er hluti af hinu mikla ritverki hans um ævi Halldórs Laxness en fáar bækur hafa orðið umdeildari hér á landi á síðari árum og þarf ekki að rekja þá sögu hér. Fyrirlesturinn hefur einnig orðið umdeildur svo og grein sem Hannes birti í Morgunblaðinu nokkrum dögum áður þar sem hann rakti áður ónotaðar heimildir um skoðanamun í sænska akademíunni þegar Halldóri voru veitt nóbelsverðlaunin 1955. Einna harðasta skotið á Hannes kom frá Gauta Kristmannssyni aðjunkt í þýðingafræði sem sagði í Morgunblaðinu á mánudaginn: "Alvarlegast í máli þessu öllu saman er að Hannes Hólmsteinn Gissurarson stendur í pólitískum ofsóknum gegn merkasta rithöfundi Íslendinga á síðustu öld. ... Það er það sorglega í þessu máli öllu, að höfundi, sem dæmt hefur sig vanhæfan með aðferðum sínum, skuli leyfast, óhindruðum af eðlilegum takmörkunum siðlegrar umræðu í fjölmiðlum, að halda uppi linnulausum árásum á merkasta rithöfund þjóðarinnar fyrir pólitískar skoðanir hans, löngu eftir að þær eru hættar að skipta nokkru máli í umræðu samtímans og löngu eftir að hann er fær um að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er mál að linni". Á fréttavef Vísis föstudaginn 22. október var sagt frá fyrirlestri Hannesar með þessum orðum: "Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í [væntanlegu] öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka [Anna Proletárka] og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna.Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Laxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson". Daginn eftir, 23. október, birtist eftirfarandi á Vísi: " "Landaljómi er persóna í bókinni Atómstöðin eftir Halldór Kiljan Laxness en Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sagði í fréttum í gær að sú persóna væri að líkindum byggð á Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. Thor gefur lítið fyrir skrif Hannesar. Landaljómi var gerspilltur og drykkfelldur yfirstéttardrengur og frekar að það sé leiðum að líkjast í þessu efni. Thor vildi ekki veita viðtal vegna málsins en sagði þó þetta orðrétt: „Ég veit engan mann á Íslandi sem væri fjær því að geta ímyndað sér hvernig skáld og aðrir listamenn hugsi.“ "Egill Helgason lagði orð í belg í Silfrinu sínu á Vísi í gær, 27. október: "Mér fannst skemmtilegt margt af því sem Hannes sagði um Atómstöðina á Hugvísindaþinginu - hann kallaði hana "andreykjavíkursögu". Og það er engin goðgá þó hann segi að hún sé byggð á tékkneskri bók. Kann vel að vera. Þannig vann Halldór, stældi og stal, klippti og skar. Snæfríður Íslandssól er ættuð úr Gone With The Wind".Skoðanir á Vísi leituðu álits tveggja þjóðkunnra rithöfunda, Guðmundar Andra Thorssonar og Hallgríms Helgasonar, á fyrirlestri Hannesar og á því hvort fyrirmyndir rithöfunda að persónum í skáldverkum þeirra skiptu yfirhöfuð máli.Guðmundur Andri svaraði: "Rannsóknir á hugsanlegum fyrirmyndum höfunda geta brugðið ljósi á vinnubrögð höfunda, hvernig þeir fara að því að setja saman persónur - og slíkar pælingar geta blátt áfram orðið mjög skemmtilegar og heillandi. Þannig að við því er óþarft að amast þótt fræðimenn leggist í slíkar rannsóknir á meðan þeir tapa sér ekki gersamlega í þeim og hætti að sjá skáldverkið. Í höndum manna af sauðarhúsi Hannesar Hólmsteins gegnir hins vegar svolítið öðru máli um slíkar rannsóknir. Í hans huga eru þær - eins og annað - fyrst og fremst vopn í einhverju eilífu stríði sem hann á í við mann og annan. Þetta er einmitt prýðilegt dæmi um það hvað það er sem gerir Hannes ófæran um að skrifa fyrir aðra en innvígða í Hannesarregluna: hann er alltaf að jafna einhverja reikninga. Um það sérstaklega hvort heimili afa míns og ömmu hafi verið Halldóri Laxness fyrirmynd við gerð Atómstöðvarinnar er það að segja að ekkert bendir til þess, þetta er fleipur. Ég skil það vel að Hannesi og öðrum þyki það til marks um landeyðuhátt föður míns sem ungs manns að hafa ekki gengið í Sjálfstæðisflokkinn, en það nægir ekki eitt og sér til að gera hann að fyrirmynd þess ræfils sem hrynur um síður Atómstöðvarinnar veifandi byssum að bróður sínum. Þetta er bara þessi venjulegi hanneski óhróður sem við þurfum að búa við hér eins og hverja aðra norðanátt enda ekki vísað í aðrar heimildir en að þetta hafi verið "altalað í Reykjavík" - með öðrum orðum: ólyginn".Hallgrímur Helgason brást við fyrirspurninni með þessum orðum: "Atómstöðin er vond bók (sennilega versta bók HKL, jafnvel verri en Kristnihaldið) og það væri langbest fyrir alla ef niðurstaðan yrði sú, sem Hannes Hólmsteinn ýjar að, að bókin sé stolin. HKL er allt of mikið niðri fyrir þegar hann skrifar þesa bók og sagan líður fyrir það: Hún birtir svart-hvíta heimsmynd: Góða fólkið versus það vonda. Slíkt er auðvitað höfuðsynd í skáldskap. Meira að segja nöfnin, Ugla og Búi Árland, eru hræðileg, og persóna Organistans einkar hvimleið í sínum taóisma. Líklega er best að líkja þessu við það ef undirritaður drifi í því núna að skrifa skáldsögu um fjölmiðlamálið mikla þar sem Davíð væri málaður upp í skrípóstíl sem vondi karlinn og mótvægi hans væri hin yndislega norðanstúlka Ilmur Ösp sem kemur suður til að nema í Fóstruskólanum og taka þátt í Idol. Inn í söguna myndi ég svo blanda beinamáli okkar daga: Baráttunni um Nóbelsskáldið. Sem betur fer ætla ég ekki að skrifa þessa bók. En HKL gerði það og halelújakórinn tók henni fagnandi og gagnrýnilaust eins og öllu sem flaut úr þeim annars yndislega penna. Ég trúi því ekki að frumleg og skemmtileg nálgun Hannesar Hólmsteins geti komið mönnum úr jafnvægi á því herrans ári 2004. Hún er eiginlega bara betri en bókin sjálf. Varðandi spurninguna um fyrirmyndir skáldsagnapersóna er það sannarlega aukabúgrein bókmenntafræðinnar; skemmtilegt sport sem getur þó aldrei skipt sköpum við sjálfan lesturinn. Annað hvort virka persónurnar á pappírnum eða ekki. Það skiptir engu hvaðan gott kemur. Að lokum þetta: Við ættum ekki að velta okkur mikið upp úr túlkunum og lestri á Atómstöðinni. Sú bók er best gleymd". Þá leituðu Skoðanir á Vísi til Hannesar Hólmsteins og spurðu um rök hans fyrir því að það fólkið sem hann nefnir til sögu sé raunverulega fyrirmyndirnar sem Halldór Laxness hafði í huga. Eru þetta tómar getgátur, skot út í loftið eða byggist þetta á traustum heimildum? Hannes svaraði með þessum orðum: "Heimildir mínar eru margvíslegar, aðallega endurminningar gamalla Reykvíkinga. Sumt er óumdeilt, t. d. Erlendur í Unuhúsi og Þórður Sigtryggsson um organistann. Heimildin um Arnheiði er ævisaga hennar, Mær á menntabraut, og vísbendingar í sögunni (strákar æpa, Blessuð sértu sveitin mín, en hún var dóttir Sigurðar á Arnarvatni). Heimildin um forsætisráðherrann er m. a. minnisbók HKL, þar sem segir, að forsætisráðherrann sé Júel J. Júel. Ólafur [Thors] var síðan forsætisráðherra, þegar Keflavíkursamningurinn var gerður, svo að ekki þarf að fara í grafgötur um það. Raunar segir líka á einum stað í bókinni, að til að verða ráðherra á Íslandi þurfi menn að hafa rofið eið, og með því vísar HKL til eiðrofsmálsins 1942. Heimildin um Thor Vilhjálmsson og Búa Árland sem samsettan úr þeim Guðmundi Vilhjálmssyni og Pálma Hannessyni er aldraður Reykvíkingur, sem hefur veitt mér ómetanlega aðstoð og jafnan haft rétt fyrir sér". Hannes Hólmsteinn bætti síðan við: "En eins og allir vita, þá er þetta í raun aukaaatriði. Aðalatriði er, að HKL tekur drætti úr fari persóna og nýtir sér, en blæs nýju lífi í þær og hagnýtir þær til eigin verka. Menn mega ekki leggja of mikla merkingu í þessar persónur. Þetta er aðallega til gamans gert. En raunar er það svo, og ég lýsi því í umfjöllun minni um Sjálfstætt fólk og aðrar sögur hans, að hann nýtir sér hluti úr viðkvæmu einkalífi fólks hiklaust, t. d. nýleg dómsmál. Ekki þarf síðan að minna á Heimsljós. Ég segi þetta honum ekki til áfellis, heldur bendi eingöngu á staðreyndir. Hið siðferðilega sjónarmið er síðan athyglisvert, sem Kristján Albertsson var með, hvort skáld mætti í skjóli skáldsögu níða menn niður". Hannes Hólmsteinn hafði fleira til þessara mála að leggja en hér setjum við punktinn að sinni; hins vegar hvetjum við lesendur til að leggja orð í belg. Hægt er að skrifa athugasemdir beint inn á vefinn hér fyrir neðan og birtist framlagið þá samstundis.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun