Sjávarhiti mildar norðanáttina 13. október 2004 00:01 Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira