Hóta að loka sorpstöðinni 12. október 2004 00:01 Forráðamenn sveitarstjórnar Ölfuss tilkynntu fulltrúum sveitarfélaga, sem eiga aðild að Sorpstöð Suðurlands, að stöðinni yrði lokað þann 25. október næstkomandi og hafin innheimta útistandandi dagsekta, ef ekki væri kominn vísir að samkomulagi um urðun sorps. Þetta var tilkynnt síðdegis í gær, á fundi sem sveitarfélag Ölfuss boðaði til. Mikill hiti er í héraðinu vegna málsins. Hjörleifur Brynjólfsson oddviti sveitarstjórnar Ölfuss staðfesti þetta við Fréttablaðið eftir fundinn. Hann sagði, að dagsektir á hendur sorpstöðinni væru frá maí 2002 til september 204 og væru orðnar 42.6 milljónir króna. "Við erum að framfylgja þeirri skyldu okkar að bregðast við brotum á deiliskipulagi sem ekki hefur verið farið eftir við urðun hjá Sorpstöðinni," sagði hann. "Við erum með skipulagsyfirvaldið á þessu svæði og þolinmæði okkar er þrotin." Mikill ágreiningur hefur verið um starfsemi sorpstöðvarinnar í gegnum tíðina, einkum vegna hæðar haugsins, sem Hjörleifur sagði að væri kominn 3 - 7 yfir leyfilegri hæð. Einar Njálsson stjórnarformaður Sorpstöðvarinnar sagði, að stöðin væri með fullgilt starfsleyfi og alls ekki verið að brjóta deiliskipulag. Varðandi dagsektirnar sagði hann mjög vafasamt að möguleiki væri á að innheimta þær eftir svo langan tíma, auk þess sem starfsleyfi stöðvarinnar tæki beinlínis á hæð urðunarreinanna með tilliti til deiliskipulags. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Forráðamenn sveitarstjórnar Ölfuss tilkynntu fulltrúum sveitarfélaga, sem eiga aðild að Sorpstöð Suðurlands, að stöðinni yrði lokað þann 25. október næstkomandi og hafin innheimta útistandandi dagsekta, ef ekki væri kominn vísir að samkomulagi um urðun sorps. Þetta var tilkynnt síðdegis í gær, á fundi sem sveitarfélag Ölfuss boðaði til. Mikill hiti er í héraðinu vegna málsins. Hjörleifur Brynjólfsson oddviti sveitarstjórnar Ölfuss staðfesti þetta við Fréttablaðið eftir fundinn. Hann sagði, að dagsektir á hendur sorpstöðinni væru frá maí 2002 til september 204 og væru orðnar 42.6 milljónir króna. "Við erum að framfylgja þeirri skyldu okkar að bregðast við brotum á deiliskipulagi sem ekki hefur verið farið eftir við urðun hjá Sorpstöðinni," sagði hann. "Við erum með skipulagsyfirvaldið á þessu svæði og þolinmæði okkar er þrotin." Mikill ágreiningur hefur verið um starfsemi sorpstöðvarinnar í gegnum tíðina, einkum vegna hæðar haugsins, sem Hjörleifur sagði að væri kominn 3 - 7 yfir leyfilegri hæð. Einar Njálsson stjórnarformaður Sorpstöðvarinnar sagði, að stöðin væri með fullgilt starfsleyfi og alls ekki verið að brjóta deiliskipulag. Varðandi dagsektirnar sagði hann mjög vafasamt að möguleiki væri á að innheimta þær eftir svo langan tíma, auk þess sem starfsleyfi stöðvarinnar tæki beinlínis á hæð urðunarreinanna með tilliti til deiliskipulags.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira