Tími valdboðs og foringjaræðis liðinn? 7. október 2004 00:01 Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð "umræðustjórnmál” eða “samráðsstjórnmál” hafa verið talsvert til umræðu hér á landi upp á síðkastið. Segja má að tilefnið sé andhverfan “foringjaræði” eða “valdboðssstefna” sem mörgum finnst að einkennt hafi íslensk stjórnmál um nokkurt skeið. Í því sambandi hafa vinnubrögð forystumanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, verið í brennidepli. Virðist mörgum að þeir hafi á síðustu árum tekið upp þann sið að ákveða öll helstu mál ríkisstjórnarinnar sín á milli og leggja þau síðan fyrir samstarfsmenn í þingflokkunum til afgreiðslu frekar en umræðu. Höfundur þessarar greinar gerði umræðustjórnmál að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 30. júlí síðast liðinn. Þar komst ég svo að orði: “Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið”. Síðan bætti ég við: “Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum.” Þessi grein varð kveikja að pistli sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar birti í Fréttablaðinu nokkrum dögum síðar, en hún hefur látið sér annt um þetta málefni og boðaði “samráðsstjórnmál” í kosningabaráttunni til Alþingis í fyrravor. Voru undirtektir þá ekki mjög vinsamlegar og helst gert gys að hugmyndinni. Ýmsar hliðar umræðustjórnmála eru teknar til umfjöllunar í syrpu greina í nýútkomnu tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritinu. Þar veltir Ingibjörg Sólrún því til dæmis fyrir sér hvort almenningur sé búinn að fá nóg af stjórnlyndi og einhliða ákvörðunum ráðamanna. “Þegar stjórnmálamenn reyna að stytta sér leið og snuða almenning um skoðanaskipti í málum sem hann lætur sig sannanlega varða getur það ekki endað nema á einn veg – í úlfúð og átökum. Við höfum mýmörg dæmi um slíkt efn ofart en ekki rennur andóf almennings útí sandinn þegar ákvörðun hefur verið tekin og fólk stendur andspænis gerðum hlut. Þetta vita stjórnmálamenn og skáka gjarnan í því skjólinu. Afstaða fólks til frumvarps ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, eins og hún birtist í viðhorfskönnunum, blaðagreinum og orðræðunni á götum úti og vinnustöðum, gæti hins vegar verið til marks um að það sé meiri alvara á ferðinni að þessu sinni. Það hafi myndast gjá á milli ráðamanna og almennings.” Tveir heimspekikennarar við háskólann, Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirsdóttir, velta umræðustjórnmálum einnig fyrir sér í tímaritinu. Róbert lætur þá skoðun í ljós að ekki sé nóg að einblína á að form umræðunnar heldur verði einnig að líta á niðurstöðuna hverju sinni. “Engin umræða getur ein og sér breytt óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er”, segir hann. Og Róbert bætir: “Um öll mikilvægustu málefni okkar og álitamál gildir að mestu skiptir að finna rétta og sanngjarna lausn, og þar er frjáls og óþvinguð umræða eitt, en aðeins eitt skilyrði til þess að vel takist. Mikilvægast er að hafa skýran skilning á hugtakinu réttlæti, og traust gildi, og hvika síðan frá hvorugu í glímunni við raunverulegar aðstæður og hversdagslegan veruleika. Ef til vill er hin mikla áhersla stjórnmála- og fræðimanna á umræðuna og gildi hennar nú um stundir m.a. komin til vegna þess að við höfum vanrækt gildin og verðmætin, sjálft inntakið í hinu góða lífi.” Sigríður Þorgeirsdóttir tekur undir með þeim sem gagnrýna “valdsmannastjórnmál” sem hún kallar svo. En hún telur málflutning Ingibjargar Sólrúnar ófullnægjandi: “Þróun í átt til betra lýðræðis kallar … ekki aðeins á vandaða málsmeðferð í samráði við almenning og að leikreglur lýðræðis séu virtar eins og Ingibjörg Sólrún boðar. Það kallar líka á umræðu um framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn fyrir Ísland sem hin stjórnlyndu öfl hafa boðað snýst að drjúgum hluta um stóriðju- og virkjanastefnu. … Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún sá samþykk ríkjandi framtíðarsýn”. Og Sigríður bætir við: “Af þessum sökum nægur ekki að að innleiða lýðræðislegri stjórnunarstíl til að endurreisa íslenska stjórnmálamenningu. Einnig verður að koma af stað lýðræðislegri umræðu um það framtíðarsamfélag sem Íslendingar vilja skapa sér”. Innlegg háskólakennaranna er prýðilegt en segja má að það sé aðeins til hliðar við þá umræðu sem hófst í sumar. Vissulega skiptir miklu máli hvað er verið að tala um og hver niðurstaðan verður. En við erum ólík og með mismunandi hugmyndir og skoðanir. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki nóg að umræðan meðal almennings sé mikil og frjó ef það skilar sér ekki á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Á því er höfuðnauðsyn að ákvarðanir um mál sem snerta almenning finni sér farveg þar sem dreifð þekking, ólík nálgun og mismunandi áherslur komast að. Þó að ákveðinn aðili, einstaklingur eða stofnun, kveði á endanum upp úr um niðurstöðuna verður aðferðin og leiðin sem farin er til að taka ákvörðun að byggja á víðtæku og formbundnu samráðskerfi ef ekki á illa að fara. En það er ekki nóg að slíkt kerfi eða skipulag sé fyrir hendi ef það er ekki virt í framkvæmd. Má í því sambandi vitna í fleyg orð sem Chirac Frakklandsforseti lét falla í samtali við Bush Bandaríkjaforseta í sumar: “Lýðræði er menning, ekki tækni.” Það er með öðrum orðum ekki alltaf nóg að fara eftir hinum formlegu reglum; það skiptir líka miklu máli hvernig það er gert.Guðmundur Magnússon - gm@frettabladid.is
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun