Of fáir hermenn og engin tengsl 5. október 2004 00:01 Tveir af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna sem komu að innrásinni í Írak hafa neyðst til að draga til baka orð sem þeir létu falla á opinberum vettvangi. Donald Rumsfeld sagðist engar sannanir hafa séð um tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden og Paul Bremer sagði það hafa komið í bakið á Bandaríkjunum að hafa sent of fámennt herlið til Íraks. Eftir því sem ég best veit hef ég aldrei séð óumdeilanleg sönnunargögn fyrir því að tengsl hafi verið milli þeirra tveggja," sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra þegar hann var spurður um tengsl milli Saddams Hussein og Osama bin Laden. Orð sín lét Rumsfeld falla á fundi Council on Foreign Relations í New York. Þar sagði hann jafnframt að síðasta árið hefði hann séð svarið við spurningunni um tengsl Saddams og bin Laden velkjast milli leyniþjónustustofnana með ótrúlegum hætti. Þessi orð hans stangast á við það sem Bandaríkjastjórn hefur áður sagt um tengsl mannanna. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Rumsfeld frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ræða sín hefði misskilist. Hann sagði að tengsl hefðu verið milli Saddams og al-Kaída og sannanir fyrir veru al-Kaída liða í Írak í valdatíð Saddams Hussein. Bandaríkin guldu það dýru verði að hafa ekki nægilega fjölmennt herlið í Írak eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum, sagði Paul Bremer, fyrrum yfirmaður hernámsstjórnar Bandaríkjanna í Írak. Hann sagði Bandaríkin hafa gert tvenn afdrifarík mistök í Írak, annars vegar að hafa aldrei verið með nægilega fjölmennt herlið, hins vegar að stöðva ekki óöldina sem þá blossaði upp við fall stjórnar Saddams Hussein. Eftir að fréttir af ræðu Bremers, á fundi tryggingafélags, bárust út sendi hann yfirlýsingu frá sér þar sem hann sagðist telja að bandaríska herliðið í Írak væri nógu fjölmennt nú og að hann styddi heilshugar stefnu forsetans, George W. Bush. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Tveir af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna sem komu að innrásinni í Írak hafa neyðst til að draga til baka orð sem þeir létu falla á opinberum vettvangi. Donald Rumsfeld sagðist engar sannanir hafa séð um tengsl Saddam Hussein og Osama bin Laden og Paul Bremer sagði það hafa komið í bakið á Bandaríkjunum að hafa sent of fámennt herlið til Íraks. Eftir því sem ég best veit hef ég aldrei séð óumdeilanleg sönnunargögn fyrir því að tengsl hafi verið milli þeirra tveggja," sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra þegar hann var spurður um tengsl milli Saddams Hussein og Osama bin Laden. Orð sín lét Rumsfeld falla á fundi Council on Foreign Relations í New York. Þar sagði hann jafnframt að síðasta árið hefði hann séð svarið við spurningunni um tengsl Saddams og bin Laden velkjast milli leyniþjónustustofnana með ótrúlegum hætti. Þessi orð hans stangast á við það sem Bandaríkjastjórn hefur áður sagt um tengsl mannanna. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Rumsfeld frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að ræða sín hefði misskilist. Hann sagði að tengsl hefðu verið milli Saddams og al-Kaída og sannanir fyrir veru al-Kaída liða í Írak í valdatíð Saddams Hussein. Bandaríkin guldu það dýru verði að hafa ekki nægilega fjölmennt herlið í Írak eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum, sagði Paul Bremer, fyrrum yfirmaður hernámsstjórnar Bandaríkjanna í Írak. Hann sagði Bandaríkin hafa gert tvenn afdrifarík mistök í Írak, annars vegar að hafa aldrei verið með nægilega fjölmennt herlið, hins vegar að stöðva ekki óöldina sem þá blossaði upp við fall stjórnar Saddams Hussein. Eftir að fréttir af ræðu Bremers, á fundi tryggingafélags, bárust út sendi hann yfirlýsingu frá sér þar sem hann sagðist telja að bandaríska herliðið í Írak væri nógu fjölmennt nú og að hann styddi heilshugar stefnu forsetans, George W. Bush.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira