Útflutningur fjórtánfaldast 13. október 2005 14:44 Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sjá meira
Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sjá meira