Sporin hræða 13. október 2005 14:44 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar