Farga og fela ólöglegt efni 2. október 2004 00:01 Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira