Hæstiréttur gekk fulllangt 29. september 2004 00:01 Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins. Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson stóðu að mati Hæstaréttar öðrum umsækjendum töluvert framar að hæfni, en ráðherra segir dóminn hafa gengið fulllangt í mati sínu. Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, segir reynslu Jóns Steinars af lögmannsstörfum og málflutningi gera hann hæfastan umsækjenda. Að mati Hæstiréttar stóðu þrír umsækjendur Jóni Steinari framar. Spurður hvort skipan í embætti hæstaréttardomara sé ekki geðþóttaákvörðun ráðherra hverju sinni, og því óþarfi að fá umsögn frá Hæstarétti segir Geir svo ekki vera. Umsögnin geri það einmitt að verkum að ekki sé hægt að taka geðþóttaákvörðun í þessu. Þar sé í fyrsta lagi fjallað um hvort menn séu hæfir yfirleitt og því ekki hægt að skipa óhæfan mann í embættið. Í öðru lagi er í umsögn Hæstaréttar farið út í hæfnismat þar sem Geir telur að gengið sé fulllangt að þessu sinni. Ráðherra segir að vissulega megi gagnrýna það kerfi sem unnið sé eftir við ráðningu dómara, en til að breyta því þurfi jafnframt að breyta lögum. Hann telur sig hafa frjálsar hendur svo lengi sem ákvörðun hans sé málefnalega rökstudd og svo sé. Ráðherra hefur hvort tveggja fengið í hendur greinargerð frá Jóni Steinari um umsögn Hæstaréttar og yfir 120 félagar Jóns Steinars úr lögmannsstétt skrifuðu undir yfirlýsingu honum til stuðnings. Geir segist ekki hafa gert mikið með það og reyndar ekki litið á þá undirskriftarlista sem honum voru sendir. „Ég tel ekki gott í þessu ferli að menn séu að senda mér eða veitingarvaldinu einhverjar áskoranir af þessu tagi,“ segir ráðherra og bætir við að menn verði að fá að vinna svona verk í friði. Aðspurður segist Geir gera ráð fyrir að einhverjir muni gagnrýna skipanina vegna tengsla Jóns Steinars við Sjálfstæðisflokkinn því þá hverfi hann af síðum dagblaðanna og verði ekki áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur við embætti hæstaréttardómara þann 15. október, segist taka við embættisveitingunni með auðmýkt í hjarta og vonar að hann nái að uppfylla þær ríku kröfur sem gerðar eru til embættisins.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira