Fólk treystir einum en kýs annan 22. september 2004 00:01 Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1% Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1%
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira