Þráðlaust dreifikerfi úti á landi 20. september 2004 00:01 Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans". Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans".
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira