Aftur í hálfa gátt hjá Halldóri 10. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira