Ríkið sé ekki í samkeppnisrekstri 6. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira