Sjálfstæðismenn takast á 5. september 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun