Margt líkt með málunum 3. september 2004 00:01 Litháinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til fíkniefnasmygls, kemur frá sama bæ og Vaidas Jucivicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað í febrúar. Margt er líkt með málunum tveimur. Maðurinn var með 300 grömm af kókaíni innvortis og handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Hann var tekinn við hefðbundið eftirlit. Ekkert fannst á honum, en tollverðir voru vissir í sinni sök og var maðurinn fluttur á Landspítalann þar sem á röntgenmyndum kom í ljós að hann var með magan fullan af hylkjum. Þau reyndust vera 70 talsins og innihéldu kókaín. Þetta er töluvert meira magn en fannst í maga Vaidasar Jucivicius sem fannst í höfninni í Neskaupsstað 11. febrúar síðastliðinn, en hann var með rúmlega 200 grömm af amfetamíni innvortis og við krufningu kom í ljós að hylkin sem fíkniefnin voru í höfðu stíflað meltingarveg hans með þeim afleiðingum að hann lést. Það er því ljóst að sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi var í verulegri lífshættu. En það er fleira líkt með þessum málum tveimur. Báðir eru mennirnir Litháar og ekki bara það heldur koma þeir báðir frá sama bænum í Litháen, Telsai, 60 þúsund manna bæ og Tomas Malakauskas sem sætir ákæru vegna máls Jucivicius er einnig frá sama bæ. Báðir komu þeir sömu leið hingað til lands, í gegnum Kaupmannahöfn og voru báðir með flugmiða til baka sömu leið. Þá segist Morgunblaðið hafa heimildir fyrir því að sá sem nú er í haldi hafi komið áður til landsins. Eins og að framan greindi voru báðir með gríðarlegt magn fíkniefna innvortis og fagmannlega frá þeim gengið. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Fréttir Innlent Líkfundarmálið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Litháinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til fíkniefnasmygls, kemur frá sama bæ og Vaidas Jucivicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað í febrúar. Margt er líkt með málunum tveimur. Maðurinn var með 300 grömm af kókaíni innvortis og handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Hann var tekinn við hefðbundið eftirlit. Ekkert fannst á honum, en tollverðir voru vissir í sinni sök og var maðurinn fluttur á Landspítalann þar sem á röntgenmyndum kom í ljós að hann var með magan fullan af hylkjum. Þau reyndust vera 70 talsins og innihéldu kókaín. Þetta er töluvert meira magn en fannst í maga Vaidasar Jucivicius sem fannst í höfninni í Neskaupsstað 11. febrúar síðastliðinn, en hann var með rúmlega 200 grömm af amfetamíni innvortis og við krufningu kom í ljós að hylkin sem fíkniefnin voru í höfðu stíflað meltingarveg hans með þeim afleiðingum að hann lést. Það er því ljóst að sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi var í verulegri lífshættu. En það er fleira líkt með þessum málum tveimur. Báðir eru mennirnir Litháar og ekki bara það heldur koma þeir báðir frá sama bænum í Litháen, Telsai, 60 þúsund manna bæ og Tomas Malakauskas sem sætir ákæru vegna máls Jucivicius er einnig frá sama bæ. Báðir komu þeir sömu leið hingað til lands, í gegnum Kaupmannahöfn og voru báðir með flugmiða til baka sömu leið. Þá segist Morgunblaðið hafa heimildir fyrir því að sá sem nú er í haldi hafi komið áður til landsins. Eins og að framan greindi voru báðir með gríðarlegt magn fíkniefna innvortis og fagmannlega frá þeim gengið. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Fréttir Innlent Líkfundarmálið Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira