Verð á kjúklingi hækkar 2. september 2004 00:01 Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent