Skriðan ekki farin af stað 30. ágúst 2004 00:01 Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. "Fólk er að bíða eftir jafnvægi í þessu," segir Hákon. Hann segir að fólk sé margt smeykt við að binda sig lánum bankanna til langs tíma og vilji frekar bíða eftir viðbrögðum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og einnig lagasetningu á Alþingi um 90 prósenta íbúðalán. Að mati Hákons er þó líklegt að meira líf færist í sölu á stærri og dýrari eignum vegna nýrra lánamöguleika bankanna. Hann á hins vegar ekki von á miklum breytingum á markaði með smærri eignir. Að mati Arnórs Sighvatssonar, aðalahagfræðings Seðlabankans, er líklegt að nýir lánamöguleikar bankanna hafi áhrif á þróun þjóðhagsstærða. "Það felast í þessu möguleikar að lækka vaxtabyrðina hjá einstaklingum. Þetta felur líka í sér aukinn möguleika á að taka eigið fé út úr íbúðarhúsnæði þar sem lánin eru ekki bundin við íbúðarkaup. Þá geta menn tekið stærra lán en það sem þeir eru að greiða upp og notað mismuninn til að fjármagna einkaneyslu eða eitthvað annað," segir Arnór. Hann segir að þessir auknu möguleikar kunni að hafa þau áhrif að aukin eftirspurn verði eftir húsnæði og þá sérstaklega stærra og dýrara húsnæði þar sem lán bankanna séu, ólíkt lánum Íbúðalánasjóðs, ekki bundin ákveðinni hámarksupphæð. Að sögn Arnórs er enn ekki vitað nægilega mikið um fjármögnunaraðferðir bankanna til að hægt sé að spá fyrir um hvort nýju lánin hafi áhrif á gengið. Hann segir þó hugsanlegt að til skamms tíma hafi lánin styrkjandi áhrif á gengið en ef aukning einkaneyslu verður mikil í kjölfarið þá muni það veikja gengið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent