Veisluhöld á Breiðafirði 25. ágúst 2004 00:01 "Þetta er sambland af veisluhöldum og náttúruskoðun og tekur 3-4 tíma," byrjar Ragnheiður Valdimarsdóttir, markaðsstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, lýsingu sína á ferðum sem farnar eru á vit ævintýranna í Breiðafirði. Síðan heldur hún áfram: "Það er siglt af stað frá Stykkishólmi og aðeins litið á eyjarnar í kring en mjög fljótlega er settur út plógur og byrjað að veiða. Síðan er borið inn hlaðborð og matseðillinn er mismunandi en þar eru meðal annars sjávarréttir og snöggsteiktur svartfugl." Tvö skip eru í þessum siglingum með sali fyrir 90-100 farþega hvort og gott útsýnisþilfar. Ragnheiður segir ferðirnar vinsælar fyrir starfsmannafélög og hópa og sé lágmarksfjöldi 25 manns. "Sjóferð sælkerans" segir hún vinsælustu veisluferðina enda snúist hún mikið um matinn. "En bæði í upphafi ferðar og á meðan á máltíð stendur er lónað á milli eyjanna á Hvammsfirði," bendir hún á. Meðal náttúrufyrirbæra á leiðinni nefnir Ragnheiður fjölbreytilegar stuðlabergsmyndanir og segir alltaf talsvert af fugli á sveimi, meðal annars láti örninn oft sjá sig á haustin. Nú er verið að taka haustgjald upp í þessum ferðum sem er talsvert lægra en það sem í gildi er yfir sumarmánuðina. Verðið á mann er nú 4.950 krónur og afsláttur er fyrir börn. Ferðalög Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta er sambland af veisluhöldum og náttúruskoðun og tekur 3-4 tíma," byrjar Ragnheiður Valdimarsdóttir, markaðsstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, lýsingu sína á ferðum sem farnar eru á vit ævintýranna í Breiðafirði. Síðan heldur hún áfram: "Það er siglt af stað frá Stykkishólmi og aðeins litið á eyjarnar í kring en mjög fljótlega er settur út plógur og byrjað að veiða. Síðan er borið inn hlaðborð og matseðillinn er mismunandi en þar eru meðal annars sjávarréttir og snöggsteiktur svartfugl." Tvö skip eru í þessum siglingum með sali fyrir 90-100 farþega hvort og gott útsýnisþilfar. Ragnheiður segir ferðirnar vinsælar fyrir starfsmannafélög og hópa og sé lágmarksfjöldi 25 manns. "Sjóferð sælkerans" segir hún vinsælustu veisluferðina enda snúist hún mikið um matinn. "En bæði í upphafi ferðar og á meðan á máltíð stendur er lónað á milli eyjanna á Hvammsfirði," bendir hún á. Meðal náttúrufyrirbæra á leiðinni nefnir Ragnheiður fjölbreytilegar stuðlabergsmyndanir og segir alltaf talsvert af fugli á sveimi, meðal annars láti örninn oft sjá sig á haustin. Nú er verið að taka haustgjald upp í þessum ferðum sem er talsvert lægra en það sem í gildi er yfir sumarmánuðina. Verðið á mann er nú 4.950 krónur og afsláttur er fyrir börn.
Ferðalög Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira