Norskir og danskir dagar 11. ágúst 2004 00:01 Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðingardag Ottos Wathne, föður Seyðisfjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, markaður, kertafleyting, ball og margt fleira. Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 á Egilsstöðum verður sett á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þetta er ellefta árið sem Ormsteiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að íslenskum bæjarhátíðum. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13.- 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Sjá nánar á egilsstadir.is Margt verður í boði á dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Ratleikur verður haldinn á vegum Lions, lúðrasveit marserar um bæinn með skrúðgöngu, golfklúbburinn Mostri heldur opið gólfmót, danski sendiherrann verður á meðal gesta, bryggjuball verður haldið auk flugeldasýningar. Sjá nánar á stykkisholmur.is/danskir dagar. Árleg hátíðahöld í Djúpuvík - Djúpavíkurdagar verða haldnir um helgina. Farið verður í ferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögn og endað á sögusýningunni. Rakin verður saga verksmiðjunnar og leið síldarinnar í gegnum hana, seldar verða grillaðar pylsur og gos í garðinum við hótelið, leikir fyrir börnin, boðið verður upp á stuttar kajakasiglingar um víkina ef veður leyfir, kvöldvaka, varðeldur, dorgveiðikeppni, listaverkasýning og margt fleira. Berjanótt verður haldin hátíðleg á Ólafsfirði um helgina. Berjanótt er sannkölluð tónlistarveisla og er tónlistin sem spiluð verður í klassískum anda. Hátíðin mun opna í Ólafsfjarðarkirkju með verkum Mozarts, Beethoven og Debussy. Nánar um hátíðina er hægt að finna á vef Ólafsfjarðarbæjar, olafsfjordur.is. Ferðalög Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðingardag Ottos Wathne, föður Seyðisfjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, markaður, kertafleyting, ball og margt fleira. Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 á Egilsstöðum verður sett á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þetta er ellefta árið sem Ormsteiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að íslenskum bæjarhátíðum. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13.- 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Sjá nánar á egilsstadir.is Margt verður í boði á dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Ratleikur verður haldinn á vegum Lions, lúðrasveit marserar um bæinn með skrúðgöngu, golfklúbburinn Mostri heldur opið gólfmót, danski sendiherrann verður á meðal gesta, bryggjuball verður haldið auk flugeldasýningar. Sjá nánar á stykkisholmur.is/danskir dagar. Árleg hátíðahöld í Djúpuvík - Djúpavíkurdagar verða haldnir um helgina. Farið verður í ferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögn og endað á sögusýningunni. Rakin verður saga verksmiðjunnar og leið síldarinnar í gegnum hana, seldar verða grillaðar pylsur og gos í garðinum við hótelið, leikir fyrir börnin, boðið verður upp á stuttar kajakasiglingar um víkina ef veður leyfir, kvöldvaka, varðeldur, dorgveiðikeppni, listaverkasýning og margt fleira. Berjanótt verður haldin hátíðleg á Ólafsfirði um helgina. Berjanótt er sannkölluð tónlistarveisla og er tónlistin sem spiluð verður í klassískum anda. Hátíðin mun opna í Ólafsfjarðarkirkju með verkum Mozarts, Beethoven og Debussy. Nánar um hátíðina er hægt að finna á vef Ólafsfjarðarbæjar, olafsfjordur.is.
Ferðalög Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira