Línudans um landið 4. ágúst 2004 00:01 Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl. Ferðalög Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl.
Ferðalög Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira