Saga fjölmiðlamálsins 20. júlí 2004 00:01 Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira