Tuskulegur kjóll 19. júlí 2004 00:01 "Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band." Tíska og hönnun Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band."
Tíska og hönnun Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira