Ofurtolluð hollusta Dagur B. Eggertsson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað?
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar