Gaman á Kentucky Fried 12. júlí 2004 00:01 Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir er vaktstjóri hjá Kentucky Fried í Mosfellsbæ og unir hag sínum vel í starfinu. "Ég byrjaði hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum, en hef nú verið vaktstjóri í Mosfellsbæ frá því við opnuðum árið 2001. Fram að því var ég í afgreiðslunni," segir Guðbjörg. Sem vaktstjóri ber hún alla ábyrgð á vaktinni og stjórnar starfsfólkinu, en það er misjafnt hversu margir vinna undir stjórn Guðbjargar. Það fer eftir vöktunum. "Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Það er ofboðslega gaman að vinna með krökkunum, þau eru upp til hópa frábært starfsfólk og andinn er jákvæður og góður." Það kemur til kasta Guðbjargar ef kúnninn kvartar yfir einhverju, sem hlýtur að vera óskemmtilegt. "Já, en ef það eru okkar mistök reynum við að græja það í einum hvelli og koma til móts við fólk. Það gerist sem betur fer sjaldan, það eru miklu fleiri sem eru ánægðir og láta það í ljósi. Það er alveg ómetanlegt að fá hrós frá viðskiptavinunum og ég reyni líka að hrósa mínu fólki fyrir það sem vel er gert, það hvetur fólk til frekari dáða." Guðbjörg er á tólf tíma vöktum en hún segist ekkert þreytast þó vaktin sé löng. "Þetta kemst fljótt upp í vana og tíminn líður ótrúlega hratt. Það er auðvitað af því að vinnan er skemmtileg." "Mér hefur líkað vel hérna þessi sjö ár og er ekkert að hugsa mér til hreyfings," segir Guðbjörg og sver og sárt við leggur að þrátt fyrir sjö ár hjá fyrirtækinu kunni hún ekki uppskriftina að hinum frægu Kentucky-kjúklingum. "Hún er algjört leyndarmál," segir Guðbjörg og hlær. Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir er vaktstjóri hjá Kentucky Fried í Mosfellsbæ og unir hag sínum vel í starfinu. "Ég byrjaði hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum, en hef nú verið vaktstjóri í Mosfellsbæ frá því við opnuðum árið 2001. Fram að því var ég í afgreiðslunni," segir Guðbjörg. Sem vaktstjóri ber hún alla ábyrgð á vaktinni og stjórnar starfsfólkinu, en það er misjafnt hversu margir vinna undir stjórn Guðbjargar. Það fer eftir vöktunum. "Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Það er ofboðslega gaman að vinna með krökkunum, þau eru upp til hópa frábært starfsfólk og andinn er jákvæður og góður." Það kemur til kasta Guðbjargar ef kúnninn kvartar yfir einhverju, sem hlýtur að vera óskemmtilegt. "Já, en ef það eru okkar mistök reynum við að græja það í einum hvelli og koma til móts við fólk. Það gerist sem betur fer sjaldan, það eru miklu fleiri sem eru ánægðir og láta það í ljósi. Það er alveg ómetanlegt að fá hrós frá viðskiptavinunum og ég reyni líka að hrósa mínu fólki fyrir það sem vel er gert, það hvetur fólk til frekari dáða." Guðbjörg er á tólf tíma vöktum en hún segist ekkert þreytast þó vaktin sé löng. "Þetta kemst fljótt upp í vana og tíminn líður ótrúlega hratt. Það er auðvitað af því að vinnan er skemmtileg." "Mér hefur líkað vel hérna þessi sjö ár og er ekkert að hugsa mér til hreyfings," segir Guðbjörg og sver og sárt við leggur að þrátt fyrir sjö ár hjá fyrirtækinu kunni hún ekki uppskriftina að hinum frægu Kentucky-kjúklingum. "Hún er algjört leyndarmál," segir Guðbjörg og hlær.
Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira