Vilja þingsályktun í stað laga 11. júlí 2004 00:01 Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Framámenn í Framsóknarflokknum gagnrýna forystu flokksins mjög harkalega í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur misst 60 prósent af kjörfylgi sínu og er nú minnstur flokkanna. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að eina leiðin fyrir flokkinn til að ná fylgi sínu til baka sé sú að fjölmiðlamálið verði sett í nýjan farveg. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast uppúr," sagði Alfreð í samtali við Fréttablaðið. "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli." Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng og Alfreð. Ungir framsóknarmenn hafa samþykkt nýja ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bíða með lögfestingu nýrra fjölmiðlalaga. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir augljóst að málið sé dragbítur á gengi Framsóknarflokksins. Ráðherrar Framsóknarflokksins sem Fréttablaðið ræddi við hvika þó hvergi í afstöðu sinni. Aðspurður um ofangreind sjónarmið samflokksmanna sinna, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beigt af leið og bakkað." "Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vikapiltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna tekur í sama streng: "Framsóknarflokkurinn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokknum þessa feigðargötu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira