68 prósent vilja að Davíð hætti 11. júlí 2004 00:01 Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?" Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?"
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira