Fjárlagagerð á hefðbundnu róli 7. júlí 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent