Valskonur að stinga af á toppnum 5. júlí 2004 00:01 Valsstúlkur hafa náð sjö stiga forystu á ÍBV og fimm stiga forskoti á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 3–1 sigur á ÍBV í bráðskemmtilegum leik á Hlíðarenda í gær. ÍBV byrjaði mjög vel og réð algjörlega ferðinni og fékk fjögur dauðafæri áður en Nína Ósk kom Val yfir algjörlega gegn gangi leiksins. Eyjastúlkur héldu síðan tökum á leiknum í fyrri hálfleik, sköpuðu fleiri færi en Guðbjörg Gunnarsdóttir varði allt sem á markið kom en hún átti mjög góðan leik. Það var síðan allt annað Valslið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Þær skoruðu tvö lagleg mörk á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Eftir það missti ÍBV trúna á leiknum sem þær fengu ekki aftur fyrr en Margrét Lára skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Eftir mark Margrétar pressuðu þær nokkuð stíft en þó án þess að skapa mikla hættu upp við mark Vals. Guðbjörg Gunnarsdóttir var eins og áður segir mjög góð í markinu. Katrín Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals og stóð sig afar vel og ljóst að koma hennar er hvalreki fyrir Valsliðið. Eins og svo oft áður bar lítið á Nínu Ósk en hún kann svo sannarlega að vera á réttum stað á réttum tíma. ÍBV hefði getað komið sér í góða stöðu hefðu þær nýtt færin sín í byrjun og má segja að þær hafi verið sjálfum sér verstar í þessum leik. Valur-ÍBV 3-1 (1-0) 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 16. 2–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 48. 3–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 54. 3–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 76. Best á vellinum Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 13–21 (6–12) Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 9–13 Rangstöður 2–2 Mjög góðar Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Katrín Jónsdóttir Val Ásta Árnadóttir Val Michelle Barr ÍBV Góðar Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Málfríður Erna Sigurðardóttir Val Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Bryndís Jóhannesdóttir ÍBV Karen Burke ÍBV Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Valsstúlkur hafa náð sjö stiga forystu á ÍBV og fimm stiga forskoti á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 3–1 sigur á ÍBV í bráðskemmtilegum leik á Hlíðarenda í gær. ÍBV byrjaði mjög vel og réð algjörlega ferðinni og fékk fjögur dauðafæri áður en Nína Ósk kom Val yfir algjörlega gegn gangi leiksins. Eyjastúlkur héldu síðan tökum á leiknum í fyrri hálfleik, sköpuðu fleiri færi en Guðbjörg Gunnarsdóttir varði allt sem á markið kom en hún átti mjög góðan leik. Það var síðan allt annað Valslið sem mætti til leiks í síðari hálfleik. Þær skoruðu tvö lagleg mörk á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Eftir það missti ÍBV trúna á leiknum sem þær fengu ekki aftur fyrr en Margrét Lára skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Eftir mark Margrétar pressuðu þær nokkuð stíft en þó án þess að skapa mikla hættu upp við mark Vals. Guðbjörg Gunnarsdóttir var eins og áður segir mjög góð í markinu. Katrín Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Vals og stóð sig afar vel og ljóst að koma hennar er hvalreki fyrir Valsliðið. Eins og svo oft áður bar lítið á Nínu Ósk en hún kann svo sannarlega að vera á réttum stað á réttum tíma. ÍBV hefði getað komið sér í góða stöðu hefðu þær nýtt færin sín í byrjun og má segja að þær hafi verið sjálfum sér verstar í þessum leik. Valur-ÍBV 3-1 (1-0) 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 16. 2–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 48. 3–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 54. 3–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 76. Best á vellinum Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 13–21 (6–12) Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 9–13 Rangstöður 2–2 Mjög góðar Guðbjörg Gunnarsdóttir Val Katrín Jónsdóttir Val Ásta Árnadóttir Val Michelle Barr ÍBV Góðar Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Málfríður Erna Sigurðardóttir Val Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Bryndís Jóhannesdóttir ÍBV Karen Burke ÍBV
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira