Varðstöðumenn í uppreisnarham 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Nú þegar þeir hafa allir tjáð afstöðu sína til úrslita forsetakosninganna; þeir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur flokksins; má draga saman hugmyndir þeirra um lýðræði og kosningar. Þær eru nokkuð í anda áður framkominna hugmynda Björns Bjarnasonar um aukið minnihlutavald í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu; það er að 26 prósent minnihluti geti fellt afstöðu 74 prósent meirihluta með því að skrópa í kosningunum.Samkvæmt kenningu þeirra þremenninga hefur Ólafur Ragnar Grímsson fengið skert umboð til embættis forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi hlotið 68 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjörstað. Þau 20 prósent sem skiluðu auðu hafa ráðið því að Ólafur Ragnar Grímsson er ekki forseti Íslands eða kjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga. Þeir þremenningar hafna niðurstöðum kosninganna og segja Ólaf Ragnar aðeins verða forseta sumra Íslendinga héðan í frá. Það er sem sagt ekki nægjanlegt að sigra í kosningum á Íslandi heldur verða menn jafnframt að sigra hjarta Hannesar Hólmsteins og félaga til að vera réttkjörnir til embætta.Ekki veit ég hvað hefur hent hina borgaralegu og frjálslyndu sjálfstæðismenn -- en æði langt hafa þeir borist frá lýðræðislegri stefnu Sjálfstæðisflokksins og virðingu flokksins fyrir grundvallargildum samfélaga að hætti vestrænna lýðræðisríkja. Því miður er túlkun kosningaúrslita ekki eina dæmið um þessa stefnubreytingu þeirra félaga. Við þekkjum nokkur dæmi þess að þeir hafa dregið úr niðurstöðum Hæstaréttar með svipuðum reikningskúnstum.Ef Hæstiréttur snýr við dóm héraðsdóms þá hafa þeir þremenningar lagt saman fjölda dómara héraðsdóms við minnihluta Hæstaréttar og kynnt þjóðinni að meirihluti dómara sem um málið fjölluðu hafi verið sér sammála. Hæstiréttur er ekki lengur æðsta dómstigið á Íslandi þeirra félaga -- hvar Ólafur Ragnar Grímsson er sannarlega ekki forseti.Auðvitað eru það engin tíðindi að forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið eru ósátt við hvern þjóðin velur sem forseta. Bæði flokkur og blað hafa verið hundóánægð með alla forseta lýðveldisins. Það er ástæða þess að forysta flokks og blaðs hafa reynt að grafa undan valdi forsetaembættisins og reynt að telja þjóðinni trú um að forsetinn eigi að vera útþynnt helgimynd sem engan truflar -- og allra síst Hannes Hólmstein. Þjóðin hefur hins vegar margsinnis hafnað þessari óskhyggju flokksins og blaðsins. Hún hefur ætíð kosið þá forseta sem eru flokki og blaði síst að skapi og staðið vörð um sjálfstæði og vald forseta Íslands.Ólafur Ragnar Grímsson verður að taka tillit til þeirra 20 prósent kjósenda sem fóru á kjörstað til að skila auðu. Hann er forseti þessa fólks jafnt sem hinna. En það er jafnframt verkefni forystumanna þessa minnihluta að sætta sig við grundvöll borgarlegs samfélags. Ég trúi því ekki að það sé vilji þeirra að leiða fylgismenn sína út í allsherjar uppreisn gegn leikreglur lýðræðisins.Áratugum saman hafnaði Morgunblaðið rétti jafn stórs minnihluta til nokkurra áhrifa á íslenskt samfélag þar sem hann virti ekki lýðræðislegar undirstöður samfélagsins, byggði á sósíalískri hugmyndafræði og hafnaði ekki uppreisn eða byltingu verkalýðsstéttarinnar. Blaðið skammaði meðal annars einn af forsetum Íslands á þessum forsendum fyrir að veita forystumanni þessa minnihlutaflokks stjórnarmyndunarumboð eftir að flokkurinn fékk 22,9 prósent atkvæða í kosningum.Bæði forysta Morgunblaðsins og sjálfstæðismenn ættu því að þekkja það öngstræti sem harðlínumenn hafa sveigt stefnu blaðs og flokks inn á. Þótt þessi stræti henti ýmsum andófsmönnum þá er þetta ekki sá vegur sem sjálfstæðismenn vilja feta.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun