Fimmti hver skilaði auðu 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira