Opinber þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 26. júní 2004 00:01 Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun