Súpa og steik 25. júní 2004 00:01 Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira