Skór dauðans og antík Adidas-peysa 24. júní 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira