Fimmtungur skilar auðu á laugardag 22. júní 2004 00:01 Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira