Stórhuga leið 22. júní 2004 00:01 Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun