Þrjár Tapas uppskriftir 14. júní 2004 00:01 Pan con tomate, ajo y jamón -- Brauð með tómati, hvítlauk og skinku Brauðsneiðar Hvítlaukur Tómatur Sneiðar af reyktri skinku Best er að pönnusteikja brauðið en einnig er hægt að rista það. Meðan það er enn heitt er hvítlauknum nuddað á það þangað til hvítlauksbragð kemur. Síðan er brauðinu nuddað upp úr hálfum tómatnum. Svo er saltað eftir smekki, en ekki of mikið, örlítið af olíu hellt yfir og loks er einni skinkusneið skellt á brauðsneiðina. Tortilla de patatas - Kartöflueggjakaka Kartöflur Einn laukur Fjögur egg Olía Salt Flysjaðu kartöflurnar og sneiddu þær í mjög þunnar sneiðar. Skerðu laukinn í mjög litla bita og bættu honum við kartöflurnar. Þessu er svo skellt á pönnu og steikt með mikilli olíu á lágum hita. Eftir steikinguna verður að ná allri olíu úr blöndunni. Hrærðu eggin í annarri skál og blandaðu þeim svo við kartöflublönduna. Láttu það vera í skálinni í nokkrar mínútur svo kartöflurnar nái að liggja vel í eggjunum. Hitaðu pönnu með einni teskeið af olíu og helltu blöndunni í pönnuna á lágum hita og leyfðu henni að hleypa. Síðan er henni snúið við á pönnunni og steikt í smá tíma og síðan sett beint á diskinn. Gambas al Pil Pil - Snarkandi rækjur Rækjur Paprika Hvítlaukur Chili pipar Olía Settu olíu, hvítlauk og chili piparinn í litla pönnu. Hafðu hita á þangað til pannan er orðin vel heit. Bættu rækjum og papriku við og eldaðu þangað til rækjurnar eru orðnar bleikar og þær farnar að snúa upp á sig. Berðu strax fram meðan rýkur enn úr réttinum með brauði til að hafa með sósunni. Matur Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Pan con tomate, ajo y jamón -- Brauð með tómati, hvítlauk og skinku Brauðsneiðar Hvítlaukur Tómatur Sneiðar af reyktri skinku Best er að pönnusteikja brauðið en einnig er hægt að rista það. Meðan það er enn heitt er hvítlauknum nuddað á það þangað til hvítlauksbragð kemur. Síðan er brauðinu nuddað upp úr hálfum tómatnum. Svo er saltað eftir smekki, en ekki of mikið, örlítið af olíu hellt yfir og loks er einni skinkusneið skellt á brauðsneiðina. Tortilla de patatas - Kartöflueggjakaka Kartöflur Einn laukur Fjögur egg Olía Salt Flysjaðu kartöflurnar og sneiddu þær í mjög þunnar sneiðar. Skerðu laukinn í mjög litla bita og bættu honum við kartöflurnar. Þessu er svo skellt á pönnu og steikt með mikilli olíu á lágum hita. Eftir steikinguna verður að ná allri olíu úr blöndunni. Hrærðu eggin í annarri skál og blandaðu þeim svo við kartöflublönduna. Láttu það vera í skálinni í nokkrar mínútur svo kartöflurnar nái að liggja vel í eggjunum. Hitaðu pönnu með einni teskeið af olíu og helltu blöndunni í pönnuna á lágum hita og leyfðu henni að hleypa. Síðan er henni snúið við á pönnunni og steikt í smá tíma og síðan sett beint á diskinn. Gambas al Pil Pil - Snarkandi rækjur Rækjur Paprika Hvítlaukur Chili pipar Olía Settu olíu, hvítlauk og chili piparinn í litla pönnu. Hafðu hita á þangað til pannan er orðin vel heit. Bættu rækjum og papriku við og eldaðu þangað til rækjurnar eru orðnar bleikar og þær farnar að snúa upp á sig. Berðu strax fram meðan rýkur enn úr réttinum með brauði til að hafa með sósunni.
Matur Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira