Ástin á þingræðinu 13. júní 2004 00:01 Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Þingræði - Sigurjón Þórðarson Nokkuð hefur borið á því að ráðherrar og jafnvel stjórnarþingmenn hafi kvartað undan fyrirspurnum þingmanna og jafnvel leyft sér að tala um mikinn kostnað við að svara þeim. Davíð Oddsson sló því fram að svör við einni fyrirspurn þingmanns væri vel á þriðja tug milljóna króna. Ekki fylgdi neinn rökstuðningur þessu kostnaðarmati Davíðs Oddssonar með málefnalegum hætti heldur virtist sem þessu væri að venju slegið fram í einhverri ólund yfir því að þurfa yfirleitt að svara nokkrum sköpuðum hlut. Undirritaður hefur borið upp nokkrar spurningar í þinginu og hefur orðið var við að svör ráðherra eru oft fremur rýr í roðinu. Stundum hafa svörin beinlínis verið röng, s.s. þegar Guðni Ágústsson reyndi að skella skuldinni á úreldingu minni sláturhúsa á tilskipun Evrópusambandsins. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að tryggja sanngjarna samkeppnisstöðu fyrirtækja og þá sérstaklega að tryggja eðlilegt og sanngjarnt svigrúm fyrir minni fyrirtæki. Má nefna að minni fyrirtæki, sem veita t.d. internetþjónustu í samkeppni við Landssímann, telja að fyrirtækið fari ekki að heiðarlegum starfsreglum né úrskurðum samkeppnisyfirvalda. Mér var því bæði ljúft og skylt að vekja athygli fjármálaráðherra á þessum grun manna með tveim spurningum sem ég bar upp í þinginu. Að óreyndu hefði ég talið að Geir Haarde hefði tekið þessari fyrirspurn fegins hendi og reynt að afla gagna til að hreinsa Landssímann af þeim grun að hann stæði í óheiðarlegri samkeppni. Ef athugun hans hefði leitt til þess að eitthvað væri bogið við starfshætti Landssímans, sem ég á ekkert endilega von á, hefði verið sjálfsagt að greina frá því og lofa bót og betrun. Í stað þess kaus ráðherrann að víkja sér undan að svara og eru svörin honum til mikillar skammar; svörin eru mótsagnakennd og ómerkilegt orðagjálfur sem lítið hald er í. Vegna þess hve svörin eru ómerkileg óskaði ég þess munnlega við ráðherrann að hann svaraði spurningunum á ný en hann hefur ekki enn orðið við þeirri ósk minni. Ég tel að það væri öllum málsaðilum til framdráttar að ráðherrann hefði sig í að afla umbeðinna gagna. Þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar hafa reynt að réttlæta þá furðulegu andstöðu sína við að þjóðin lýsi afstöðu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu til umdeildra fjölmiðlalaga þannig að það væri verið að fara gegn þingræðinu. Ef "þingræðissinnarnir" í stjórnarliðinu teldu að umrædd löggjöf efldi þjóðarhag þá væri í raun eðlilegt að stjórnarliðar fögnuðu því að þjóðin fengi að segja álit sitt á verkum þeirra og hefðu engu að kvíða. Nei, skyndilegt tal ráðherra um að þeir séu nú gríðarlegir þingræðissinnar og ekki megi kasta nokkurri rýrð á það eru stórundarleg í ljósi þess að hvernig sömu ráðherrar hafa svarað þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Eitt af hlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdavaldinu (ráðherrum) aðhald og kemur það eðli málsins í hlut þingmanna stjórnarandstöðu að gera það. Að svara þingmönnum með ólund, út í hött eða með villandi hætti er vanvirðing við þingræðið og er það von mín að ráðherrar sem skyndilega hafa uppgötvað ást sína þingræðinu taki upp breytta siði. Góð byrjun væri ef Geir Haarde sæi sóma sinn í að svara fyrirspurn minni varðandi starfshætti Landssímans með viðunandi hætti.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun