Sigurganga Guðrúnar frá Lundi 13. júní 2004 00:01 Andlegt líf - Guðbergur Bergsson Um þessar mundir er drjúg hreyfingin kringum Guðrúnu frá Lundi. Ungar skáldkonur eru svo æstar yfir hvernig var farið með hana að ef hún væri á lífi myndu þær kasta tölvunum sínum í tunnuna og fara norður í land á reiðhjóli af einskærri fórnarlund til að skúra, elda og hella upp á könnuna svo hún gæti helgað sig ritstörfum og indælu molakaffi. Sumar vilja hafa manninn með og hann gæti þá smurt ofan í hana tíukorna heilsubrauðið. Ekki eru ungir menntamenn síðri. Og jafnvel eldri, viðurkenndir og gráhærðir ólátabelgir síns tíma, játa núna að þeir hafi bara verið róttækir á pappírnum en innilega hrifnir af Guðrúnu, sem þeir telja að hafi verið píslarvott stalínstímans á Íslandi, eins og þeir líka sem urðu að liggja í Dalalífi í felum niðri í kjallara. Því ef komist hefði upp um þá hefði kommaafinn rotað þá með Kiljani. Maður gæti haldið að öld væri liðin frá dauða Guðrúnar og bókmenntasinna með sektarkenndarsár langi að græða þau og má út syndir feðranna með hátíð sem hreinsar bókmenntasöguna af svívirðu. Varla hittir maður karl eða konu af menntaðri millistétt, kjósendur Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar, án þess að Guðrúnu beri ekki á góma eftir tvær mínútur. Því er óhætt að segja að ef allir vildu Lilju kveðið hafa eftir kaþólskan sið á Íslandi, vildu nú allir hafa borið Guðrúnu á höndum sér eftir andlát Kiljans. Hrifningin er mest hjá ættmönnum úr gæðingaflokki sósíalista, sem áttu rauða afa af prestaættum og sovétsinnaða pabba kringum Kristinn E. Andrésson, versta kommúnista í sögunni. Sumir ganga með Dalalíf á sér í vasabroti, prentað hjá sameiningarútgáfu sósíalista og sjálfstæðismanna, Eddunni. Ástin á Guðrúnu fer einkennilega en eðlilega saman við áhuga þannig sambandssinna á glæpasögum og reyfurum, sem mátti ekki minnast á þegar maðurinn sem kæfði Kristmann réð öllu í bókmenntum með dólgslegum orðum, stofnaði Mál og menningu, hamaðist gegn Ellery Queen og hefði langað að brenna bók hans Double, Double. En þá bregður svo við á mótsagnakenndum vængjum samfélags okkar, að hið gagnstæða gerist. Afkomendur hins sauðsvarta almennings, sem las á sínum tíma ekkert nema bækur Guðrúnar, vita varla hver hún var eða að hún sé framúrstefnu-feministakerling fyrir háskólafólk. Sem er á vissan hátt rétt í ljósi smekks þess tíma sem við lifum á. Svipað gerist hjá afkomendum kanasinnaðra kvenna og karla sem var "gott í enskunni" og áttu svo troðfull herbergi af amerískum glæpasögum að varla var hægt að komast inn, en tækist það kafnaði maður næstum í dauni af kiljupappír. Þetta íhaldspakk, mömmudrengir, kerlingasubbur eða dægurlagafólk, lá alla daga í reyfurunum meðan aðrir lásu róttæka höfunda. Nú hefur allt snúist við. Annað hvort lesa afkomendur almennings eða kanaleppa ekkert eða bækur innan stefnu sem heitir lyklastraumurinn: DaVincilyklinn, Dantelyklinn, Stúlkuna með perlueyrnalokkana, þótt þeir hafi ekki hugmynd um hver Leonardo da Vinci var, enn síður Dante og alls ekki Vermeer. Að þeirra viti eru þetta bara bækur sem eru mikið "teknar". Allir hóparnir eiga eitt sameiginlegt: Uppstrílaðan áhuga sem einkennist af þykjastþekkingu á stjórnmálum og menningarsögu. Í lesefni þeirra er nóg af henni og þeir ræða um reyfara, fléttur, lykla og Guðrúnu yfir hvítvíni kringum ostabakka og spyrja með R-listalegum lausnasvip hvort ekki væri spennandi að púsla sama kertafleytingu og flöskuskeytum á næstu listahátíð í Reykjavík. Enginn greinarmunur er gerður á athafnasemi og listsköpun. Svo bráðum skrifar einhver Snorralykilinn með kvikmynd í huga. Á síðustu síðunum leysist fléttan í göngunum í Reykholti þar sem saman fer dularfullt völundarhús í anda Snorra Sturlusonar og þéttriðið net þeirra sem vilja hann feigan. Í lokin er honum drekkt í lauginni og hann flýtur þar uppbelgdur þegar börn koma til að baða á sér tærnar. Myndrænt séð er réttara að drekkja Snorra en láta höggva hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geymsla Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Andlegt líf - Guðbergur Bergsson Um þessar mundir er drjúg hreyfingin kringum Guðrúnu frá Lundi. Ungar skáldkonur eru svo æstar yfir hvernig var farið með hana að ef hún væri á lífi myndu þær kasta tölvunum sínum í tunnuna og fara norður í land á reiðhjóli af einskærri fórnarlund til að skúra, elda og hella upp á könnuna svo hún gæti helgað sig ritstörfum og indælu molakaffi. Sumar vilja hafa manninn með og hann gæti þá smurt ofan í hana tíukorna heilsubrauðið. Ekki eru ungir menntamenn síðri. Og jafnvel eldri, viðurkenndir og gráhærðir ólátabelgir síns tíma, játa núna að þeir hafi bara verið róttækir á pappírnum en innilega hrifnir af Guðrúnu, sem þeir telja að hafi verið píslarvott stalínstímans á Íslandi, eins og þeir líka sem urðu að liggja í Dalalífi í felum niðri í kjallara. Því ef komist hefði upp um þá hefði kommaafinn rotað þá með Kiljani. Maður gæti haldið að öld væri liðin frá dauða Guðrúnar og bókmenntasinna með sektarkenndarsár langi að græða þau og má út syndir feðranna með hátíð sem hreinsar bókmenntasöguna af svívirðu. Varla hittir maður karl eða konu af menntaðri millistétt, kjósendur Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar, án þess að Guðrúnu beri ekki á góma eftir tvær mínútur. Því er óhætt að segja að ef allir vildu Lilju kveðið hafa eftir kaþólskan sið á Íslandi, vildu nú allir hafa borið Guðrúnu á höndum sér eftir andlát Kiljans. Hrifningin er mest hjá ættmönnum úr gæðingaflokki sósíalista, sem áttu rauða afa af prestaættum og sovétsinnaða pabba kringum Kristinn E. Andrésson, versta kommúnista í sögunni. Sumir ganga með Dalalíf á sér í vasabroti, prentað hjá sameiningarútgáfu sósíalista og sjálfstæðismanna, Eddunni. Ástin á Guðrúnu fer einkennilega en eðlilega saman við áhuga þannig sambandssinna á glæpasögum og reyfurum, sem mátti ekki minnast á þegar maðurinn sem kæfði Kristmann réð öllu í bókmenntum með dólgslegum orðum, stofnaði Mál og menningu, hamaðist gegn Ellery Queen og hefði langað að brenna bók hans Double, Double. En þá bregður svo við á mótsagnakenndum vængjum samfélags okkar, að hið gagnstæða gerist. Afkomendur hins sauðsvarta almennings, sem las á sínum tíma ekkert nema bækur Guðrúnar, vita varla hver hún var eða að hún sé framúrstefnu-feministakerling fyrir háskólafólk. Sem er á vissan hátt rétt í ljósi smekks þess tíma sem við lifum á. Svipað gerist hjá afkomendum kanasinnaðra kvenna og karla sem var "gott í enskunni" og áttu svo troðfull herbergi af amerískum glæpasögum að varla var hægt að komast inn, en tækist það kafnaði maður næstum í dauni af kiljupappír. Þetta íhaldspakk, mömmudrengir, kerlingasubbur eða dægurlagafólk, lá alla daga í reyfurunum meðan aðrir lásu róttæka höfunda. Nú hefur allt snúist við. Annað hvort lesa afkomendur almennings eða kanaleppa ekkert eða bækur innan stefnu sem heitir lyklastraumurinn: DaVincilyklinn, Dantelyklinn, Stúlkuna með perlueyrnalokkana, þótt þeir hafi ekki hugmynd um hver Leonardo da Vinci var, enn síður Dante og alls ekki Vermeer. Að þeirra viti eru þetta bara bækur sem eru mikið "teknar". Allir hóparnir eiga eitt sameiginlegt: Uppstrílaðan áhuga sem einkennist af þykjastþekkingu á stjórnmálum og menningarsögu. Í lesefni þeirra er nóg af henni og þeir ræða um reyfara, fléttur, lykla og Guðrúnu yfir hvítvíni kringum ostabakka og spyrja með R-listalegum lausnasvip hvort ekki væri spennandi að púsla sama kertafleytingu og flöskuskeytum á næstu listahátíð í Reykjavík. Enginn greinarmunur er gerður á athafnasemi og listsköpun. Svo bráðum skrifar einhver Snorralykilinn með kvikmynd í huga. Á síðustu síðunum leysist fléttan í göngunum í Reykholti þar sem saman fer dularfullt völundarhús í anda Snorra Sturlusonar og þéttriðið net þeirra sem vilja hann feigan. Í lokin er honum drekkt í lauginni og hann flýtur þar uppbelgdur þegar börn koma til að baða á sér tærnar. Myndrænt séð er réttara að drekkja Snorra en láta höggva hann.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar