Kristján Eldjárn synjaði ekki 9. júní 2004 00:01 Kristján Eldjárn. Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti Íslands treysti sér ekki til að synja þáverandi forsætisráðherra um að undirrita ákvörðun um þingrof, þótt formenn þriggja stjórnmálaflokka leggðu hart að honum að gera það. Þetta kemur meðal annars fram í einkaskjölum Kristjáns sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur hefur fengið að skoða. Þar segir hann að forsetinn geti ekki með nokkru móti brugðið fæti fyrir forsætisráðherrann með því að undirrita ekki ákvörðun hans. Með því væri hann að steypa sér og embætti sínu í ógurlegan háska og trufla stórkostlega allan gang stjórnmálanna, segir í gögnum Kristjáns. Það var Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins sem rauf þing sumarið 1974 en Geir Hallgrímsson formaður Sjáflstæðisflokksins, Gylfi Þ Gíslason formaður Alþýðuflokksins og Lúðvík Jósefsson formaður Alþýðubandalagsins lögðu hart að forsetanum að undirrita ekki ákvörðun Ólafs um þingrof þar sem ekki væri þingmeirihluti fyrir því. Óformlega þurfti hann líka að gera upp hug sinn vegna laga um Laxárvirkjun og deilna um þau árið 1970 en hann þurfti ekki að taka formlega afstöðu til þess. Að sögn Guðna voru aðstæður reyndar allt aðrar þegar þetta kom upp en núna. Við þingrof þá misstu allir þingmenn umboð sitt og í rauninni var þá engin alþingismaður í landinu, en við þingrof núna halda þingmenn umboði sínu frá kjósendum áfram. Það er því ekki saman að jafna. Guðni, ásamt Svani Kristjánssyni prófessor og Sveini Helgasyni blaðamanni, fjölluðu nánar um þessi mál á fundi sem fór fram í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar í JL húsinu klukkan tólf í dag undir heitinu „Forsetinn og stjórnmálin að fornu og nýju“. Kristján Eldjárn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti Íslands treysti sér ekki til að synja þáverandi forsætisráðherra um að undirrita ákvörðun um þingrof, þótt formenn þriggja stjórnmálaflokka leggðu hart að honum að gera það. Þetta kemur meðal annars fram í einkaskjölum Kristjáns sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur hefur fengið að skoða. Þar segir hann að forsetinn geti ekki með nokkru móti brugðið fæti fyrir forsætisráðherrann með því að undirrita ekki ákvörðun hans. Með því væri hann að steypa sér og embætti sínu í ógurlegan háska og trufla stórkostlega allan gang stjórnmálanna, segir í gögnum Kristjáns. Það var Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins sem rauf þing sumarið 1974 en Geir Hallgrímsson formaður Sjáflstæðisflokksins, Gylfi Þ Gíslason formaður Alþýðuflokksins og Lúðvík Jósefsson formaður Alþýðubandalagsins lögðu hart að forsetanum að undirrita ekki ákvörðun Ólafs um þingrof þar sem ekki væri þingmeirihluti fyrir því. Óformlega þurfti hann líka að gera upp hug sinn vegna laga um Laxárvirkjun og deilna um þau árið 1970 en hann þurfti ekki að taka formlega afstöðu til þess. Að sögn Guðna voru aðstæður reyndar allt aðrar þegar þetta kom upp en núna. Við þingrof þá misstu allir þingmenn umboð sitt og í rauninni var þá engin alþingismaður í landinu, en við þingrof núna halda þingmenn umboði sínu frá kjósendum áfram. Það er því ekki saman að jafna. Guðni, ásamt Svani Kristjánssyni prófessor og Sveini Helgasyni blaðamanni, fjölluðu nánar um þessi mál á fundi sem fór fram í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar í JL húsinu klukkan tólf í dag undir heitinu „Forsetinn og stjórnmálin að fornu og nýju“.
Kristján Eldjárn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira